Í gær fór fram einn aðsóknarmesti leikur í sögu ítölsku Seríu B þegar Genoa heimsótti Bari á Stadio San Nicola. Alls voru tæplega 50 þúsund manns á leiknum á öðrum degi jóla; eða 48877 svo nákvæm tala sé nefnd.
Football Italia fjallar um aðsóknina á leiknum og kemur fram að metið í deildinni séu 64367 áhorfendur sem sáu Vicenza sækja Napoli heim árið 2003.
Liðin sem mættust í gær eru tvö af betri liðum deildarinnar og vann Genoa 2-1 sigur.
Football Italia fjallar um aðsóknina á leiknum og kemur fram að metið í deildinni séu 64367 áhorfendur sem sáu Vicenza sækja Napoli heim árið 2003.
Liðin sem mættust í gær eru tvö af betri liðum deildarinnar og vann Genoa 2-1 sigur.
Eins og fjallað var um í gær skoraði Albert Guðmundsson sigurmark Genoa í gær og sá til þess að fyrrum heimsmeistarinn Alberto Gilardino hefur nú unnið þrjá af þeim fjórum leikjum sem hann hefur stýrt Genoa í. Leikurinn í gær var annar leikurinn í röð þar sem Albert skorar sigurmarkið.
Fyrr í leiknum hafði hann lagt upp fyrra mark Genoa þegar hann kom boltanum á George Puscas.
Genoa er í þriðja sæti B-deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Frosinone. Genoa féll úr A-deildinni á síðasta tímabili.
Albert með assist, 50 þúsund áhorfendur, topparáttuslagur, geimskipið í Bari er gjörsamlega bouncing. Boxing day bolti í TV eins og hann gerist bestur pic.twitter.com/V6IqI8tTLn
— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) December 26, 2022
Athugasemdir