Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
   lau 28. september 2019 16:46
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Breiðabliks gáfu Gústa hópknús
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ágúst Gylfason og aðstoðarmaður hans, Guðmundur Steinarsson, voru kvaddir á Kópavogsvelli í dag.

Stjórn Breiðabliks ákvað að gera þjálfarabreytingar en óvíst er hver næsti þjálfari liðsins verður. Nafn Óskars Hrafns Þorvaldssonar er hæst á lofti.

Ágúst og Guðmundur fengu blómvendi frá stjórninni eftir leik í dag, 1-2 tapleikinn gegn KR.

Leikmenn liðsins gáfu þeim svo hópknús eftir leikinn.

Undir stjórn Gústa hefur Breiðablik endað í öðru sæti síðustu tvö tímabil. Þá komst liðið í bikarúrslitaleikinn í gær en beið þar lægri hlut.
Athugasemdir
banner
banner
banner