Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   mið 02. apríl 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu glæsilegt aukaspyrnumark Davíðs Snæs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Snær Jóhannsson byrjaði tímabilið vel með Álasund í næst efstu deild í Noregi um helgina.

Hann skoraði annað af mörkum liðsins í 2-2 jafntefli gegn Lilleström sem féll úr efstu deild á síðustu leiktíð.

Staðan var 1-1 þegar Álasund fékk aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Davíð tók spyrnuna og gerði sér lítið fyrir og skoraði, óverjandi fyrir markmanninn.

Davíð er á sínu öðru tímabili með Álasund en hann gekk til liðs við félagið frá FH um veturinn 2023. Ólafur Guðmundsson gekk til liðs við Álasund í vetur en hann sat allan tímann á bekknum um helgina.


Athugasemdir
banner
banner