Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 15:08
Ívan Guðjón Baldursson
Howe ánægður: Get ekki beðið um mikið meira
Mynd: Getty Images
Anthony Gordon steig upp í fjarveru Alexander Isak og Callum Wilson.
Anthony Gordon steig upp í fjarveru Alexander Isak og Callum Wilson.
Mynd: EPA
Eddie Howe þjálfari Newcastle var kátur með að ná í eitt stig á heimavelli gegn Englandsmeisturum Manchester City í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Man City tók forystuna í fyrri hálfleik en Anthony Gordon fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni í síðari hálfleik. Lokatölur 1-1.

„Við erum ánægðir með þessa frammistöðu, sérstaklega eftir tapið í síðustu umferð. Strákarnir voru hugrakkir og ég er stoltur af þeim, sérstaklega fyrir hvernig þeir vörðust síðustu 20 mínúturnar. Fyrstu 70 mínútur leiksins voru jafnar og spennandi þar sem við skiptumst á að stjórna leiknum," sagði Howe.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðuna, ég get ekki beðið um mikið meira frá mínum leikmönnum heldur en það sem þeir skiluðu í dag. Þetta er besta frammistaðan okkar á tímabilinu hingað til, það er klárt mál."

Howe hrósaði svo Anthony Gordon, sem byrjaði í fremstu víglínu í fjarveru Alexander Isak og Callum Wilson, og Sandro Tonali í hástert.

„Ég hef sagt áður að Anthony getur spilað sem fremsti sóknarmaður. Hann býr yfir svo mikilli orku og virðist aldrei þreytast í pressunni. Hann leiddi sóknarlínuna virkilega vel og ég er mjög ánægður að hann hafi skorað, hann átti það skilið.

„Tonali er frábær fótboltamaður og er að byrja á miðjunni sem er líklega okkar sterkasta staða, það segir allt sem segja þarf. Við erum með gríðarlega mikil gæði á miðjunni þar sem við höfum virkilega miklar mætur á Joe Willock og Sean Longstaff sem voru ekki í byrjunarliðinu. Tonali lenti í smá vandræðum með krampa í dag en það er eðlilegt eftir að hafa verið svona lengi frá keppni. Hann var frábær í dag, einn af bestu leikmönnum vallarins."


Newcastle er í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur, með 11 stig eftir 6 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner