Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 14:13
Ívan Guðjón Baldursson
Ancelotti: Vinicius á skilið að vinna Ballon d'Or
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Carlo Ancelotti, ítalski þjálfari Real Madrid, er á þeirri skoðun að brasilíski kantmaðurinn Vinicius Junior eigi skilið að vinna Ballon d'Or fyrir síðustu leiktíð.

Vinicius er einn af 30 sem eiga möguleika á að hljóta verðlaunin í ár, en hann vann bæði spænsku deildina og Meistaradeild Evrópu með Real á síðustu leiktíð.

Samherjar hans Federico Valverde, Antonio Rüdiger, Dani Carvajal og Jude Bellingham koma einnig til greina, ásamt Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar og Kylian Mbappé sem skipti úr PSG til Real Madrid í sumar.

„Vinicius Jr á skilið þennan titil, ég hef engar efasemdir um það. Hann á að hreppa þessi verðlaun fyrir það sem hann gerði fyrir okkur í Meistaradeildinni," sagði Ancelotti.

Real Madrid vann Meistaradeildina á meðan Spánn vann EM, en Carvajal er eini leikmaðurinn sem vann báðar keppnirnar og kemur til greina í valinu.

Spænsku Kantmennirnir Nico Williams og Lamine Yamal eru á listanum, ásamt Rodrigo, Erling Haaland, Rúben Dias og Phil Foden úr röðum Manchester City. Rodri þykir einn af þeim líklegustu eftir að hafa bæði sigrað EM og ensku úrvalsdeildina.
Athugasemdir
banner