Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Sættum okkur við stig
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, var sáttur með stig eftir 1-1 jafntefli á útivelli gegn Newcastle United.

Josko Gvardiol skoraði eina markið í fyrri hálfleik og jafnaði Anthony Gordon svo með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Leikurinn var nokkuð jafn og virðist jafntefli vera sanngjörn niðurstaða.

„Newcastle átti sína kafla en yfir heildina litið þá spiluðum við mjög vel. Við tókum slæmar ákvarðanir þegar við vorum 1-0 yfir og áttum að tvöfalda forystuna en gerðum það ekki. (Nick) Pope átti líka frábæran leik, þannig við sættum okkur við þetta stig," sagði Guardiola

„Við vorum betri þegar við skoruðum en svo gerðum við mistök og þeir voru betri. Á lokakaflanum vorum við aftur sterkara liðið og fengum tækifæri til að sigra sem við nýttum ekki."

Mateo Kovacic og Rico Lewis stigu inn á miðjuna í fjarveru tveggja heimsklassa leikmanna, Rodri og Kevin De Bruyne.

„Mateo og Rico voru báðir frábærir alveg eins og Bernardo. Ég er mjög ánægður með þá."

Guardiola virtist þá ekki vera sáttur með vítaspyrnudóminn þegar Anthony Gordon féll til jarðar eftir afar litla snertingu frá Ederson markverði Man City.
Athugasemdir
banner
banner
banner