Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 16:37
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Toppliðin misstigu sig
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Stefán Teitur Þórðarson spilaði seinni hálfleikinn í 3-1 tapi Preston North End gegn Millwall í ensku Championship deildinni í dag.

Staðan var 2-0 þegar Stefáni var skipt inn í hálfleik en lokatölur urðu 3-1. Preston er aðeins með fimm stig eftir sjö fyrstu umferðir tímabilsins, þremur stigum á eftir Millwall.

Wilfried Gnonto skoraði þá og lagði upp í þægilegum sigri Leeds United, á meðan Mohamed Belloumi skoraði tvennu í góðum sigri Hull City gegn Cardiff.

Sunderland var í góðri stöðu til að hirða toppsæti deildarinnar en tapaði á útivelli gegn Watford og situr því áfram í þriðja sæti, með 15 stig. Watford er með 13 stig.

Middlesbrough er með 11 stig eftir sigur gegn Stoke City og þá er Burnley í fjórða sæti, jafnt Leeds á stigum, eftir markalaust jafntefli í Oxford. Burnley gat tekið toppsæti deildarinnar með sigri.

Sheffield United er einu stigi á eftir Leeds eftir að hafa gert markalaust jafntefli í Portsmouth í dag.

Sheffield væri í þriðja sæti ef liðið hefði ekki byrjað tímabilið með tvö mínusstig.

Hull City 4 - 1 Cardiff City
0-1 Callum Robinson ('18 )
1-1 Mohamed Belloumi ('22 )
2-1 Mohamed Belloumi ('35 )
3-1 Oscar Zambrano ('51 )
4-1 Chris Bedia ('90 , víti)

Leeds 3 - 0 Coventry
1-0 Wilfried Gnonto ('16 )
2-0 Jayden Bogle ('49 )
3-0 Joel Piroe ('79 )

Middlesbrough 2 - 0 Stoke City
1-0 Ben Doak ('34 )
2-0 Hayden Hackney ('73 )

Millwall 3 - 1 Preston NE
1-0 George Honeyman ('24 )
2-0 Romain Esse ('38 )
3-0 Macaulay Langstaff ('47 )
3-1 Jordan Storey ('87 )
Rautt spjald: Aidomo Emakhu, Millwall ('89)

Oxford United 0 - 0 Burnley

Portsmouth 0 - 0 Sheffield Utd

Watford 2 - 1 Sunderland
1-0 Festy Ebosele ('28 )
1-1 Wilson Isidor ('49 )
2-1 Tom Dele-Bashiru ('84 , víti)
Athugasemdir
banner
banner