Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 15:27
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Lautaro hetjan í dýrmætum sigri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Udinese 2 - 3 Inter
0-1 Davide Frattesi ('1)
1-1 Christian Kabasele ('35)
1-2 Lautaro Martinez ('45+3)
1-3 Lautaro Martinez ('47)
2-3 Lorenzo Lucca ('83)

Ítalíumeistarar Inter heimsóttu Udinese í fyrsta leik dagsins í efstu deild ítalska boltans og tóku forystuna snemma leiks þegar miðjumaðurinn sókndjarfi Davide Frattesi skoraði strax á fyrstu mínútu.

Inter var sterkari aðilinn í byrjun og komst nálægt því að tvöfalda forystuna en tókst ekki. Þess í stað jafnaði Christian Kabasele muninn fyrir heimamenn í Údíne með skalla eftir góða fyrirgjöf frá Jordan Zemura.

Það stefndi allt í að staðan yrði jöfn í leikhlé en Lautaro Martínez, fyrirliði Inter, ákvað að láta til skarar skríða og skoraði sitt fyrsta mark á nýju tímabili í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Lautaro var markakongur ítölsku deildarinnar á síðustu leiktíð en hefur farið hægt af stað í haust. Hann virtist þó hrökkva í gang í dag þar sem hann skoraði annað mark í upphafi síðari hálfleiks til að tvöfalda forystu Inter.

Staðan orðin 1-3 en heimamenn voru ekki á því að gefast upp. Lorenzo Lucca og Brenner komu inn af bekknum og tengdu þeir saman til að minnka muninn niður í eitt mark, en komust þó ekki nær. Lokatölur urðu 2-3 fyrir Inter.

Inter fer uppfyrir Udinese með þessum sigri og jafnar nágranna sína í AC Milan á stigum, þar sem bæði lið eiga 11 stig eftir 6 fyrstu umferðir tímabilsins.

Udinese er með 10 stig eftir annan tapleikinn í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner