Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 13:34
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Gordon fékk vítaspyrnu en ekki Joelinton
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Newcastle United gerði 1-1 jafntefli við Manchester City í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni eftir að gestirnir frá Manchester leiddu í hálfleik.

Heimamenn í Newcastle jöfnuðu með marki úr vítaspyrnu í síðari hálfleik og vildu svo fá aðra vítaspyrnu skömmu síðar sem þeir fengu ekki.

Það eru misjafnar skoðanir á þessum atvikum, en Jarred Gillett dómari var fljótur að gefa Anthony Gordon vítaspyrnu eftir að hann slapp í gegn á 57. mínútu leiksins. Endursýningar sýndu að Ederson, markvörður Man City, snerti Gordon aðeins mjög lítillega, ef eitthvað, en það þykir ekki nóg til að breyta ákvörðun dómarans eftir reglubreytingar tengdar VAR kerfinu.

Mike Dean, fyrrum úrvalsdeildardómari og sérfræðingur Sky Sports í dómaramálum, viðurkenndi í beinni útsendingu hjá Sky að þessum dómi hjá Gillett hefði líklega verið snúið við á síðustu leiktíð.

Skömmu síðar féll Joelinton til jarðar eftir samskipti við Kyle Walker en Gillett dæmdi ekki neitt og ákvað VAR-herbergið ekki að skerast í leikinn þrátt fyrir það sem virtist vera nokkuð augljóst brot innan vítateigs.

Sjáðu þegar Gordon féll til jarðar

Sjáðu þegar Joelinton féll til jarðar
Athugasemdir
banner
banner
banner