Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 14:33
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikin: Þrenna hjá Palmer bætti upp fyrir slæm mistök Sánchez
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Chelsea leiðir 3-2 í gríðarlega skemmtilegri viðureign gegn Brighton þar sem Georginio Rutter skoraði fyrsta mark leiksins á sjöundu mínútu.

Rutter skoraði með skalla eftir skelfilegt skógarhlaup Robert Sánchez af marklínu heimamanna.

Sjáðu markið

Cole Palmer hefur þó komið sínum mönnum til bjargar með því að skora þrennu. Fyrsta markið gerði hann eftir stoðsendingu frá Nicolas Jackson og það næsta úr vítaspyrnu.

Jadon Sancho, sem fiskaði vítaspyrnuna sem Palmer skoraði úr, kom boltanum einnig í netið í millitíðinni en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu eftir athugun í VAR-herberginu.

Palmer fullkomnaði svo þrennuna sína með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu á 31. mínútu. Það tók hann tíu mínútur að skora mörkin.

Sjáðu stórbrotið aukaspyrnumark Palmer

Þetta er þó ekki sneggsta þrenna úrvalsdeildarsögunnar. Sadio Mané á það met eftir að hafa skorað þrjú mörk á innan við þremur mínútum í stórsigri Southampton gegn Aston Villa tímabilið 2014-15.

Það er stundarfjórungur eftir af fyrri hálfleiknum í þessum gríðarlega fjöruga leik á Stamford Bridge, en Brighton minnkaði muninn niður í eitt mark eftir önnur skelfileg mistök hjá Sánchez markverði. Carlos Baleba skoraði þá eftir að Sánchez gaf honum boltann með slakri sendingu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner