Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
banner
   lau 28. september 2024 13:44
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Sainz hetja Norwich með þrennu
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í Championship deildinni, þar sem Norwich, Blackburn og Sheffield Wednesday unnu sína leiki.

Norwich heimsótti Derby County og úr varð hörkuleikur, þar sem spænski sóknarleikmaðurinn Borja Sainz reyndist hetjan.

Sainz gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-3 sigri og er þá kominn með 6 mörk eftir 7 spilaða leiki á deildartímabilinu. Josh Sargent átti tvær stoðsendingar. Norwich er í efri hluta deildarinnar með 11 stig eftir þennan sigur, tveimur stigum fyrir ofan Derby.

Það var dramatík í Derby þar sem heimamenn voru brjálaðir eftir að eitt marka Norwich var skorað. Markið átti augljóslega ekki að standa eftir að boltinn fór útfyrir endalínuna í aðdragandanum, en ekki er notast við VAR kerfi í Championship deildinni.

Arnór Sigurðsson var þá ekki í hóp þegar Blackburn lagði QPR að velli 2-0. Blackburn er eitt af tveimur taplausum liðum deildarinnar, þar sem Arnór og félagar sitja í þriðja sæti með 15 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar.

Að lokum vann Sheffield Wednesday frábæran sigur gegn toppliði West Bromwich Albion og er komið með 7 stig. West Brom er með 16 stig.

Staðan var 2-2 en Anthony Musaba gerði sigurmark Sheffield á 86. mínútu.

Blackburn 2 - 0 QPR
1-0 Lewis Travis ('52 )
2-0 Danny Batth ('63 )
Rautt spjald: Jonathan Varane, QPR ('45)

Derby County 2 - 3 Norwich
0-1 Borja Sainz ('45 )
1-1 Craig Forsyth ('60 )
1-2 Borja Sainz ('65 )
1-3 Borja Sainz ('87 )
2-3 Corey Blackett-Taylor ('90 )

Sheffield Wed 3 - 2 West Brom
1-0 Darnell Furlong ('9 , sjálfsmark)
2-0 Josh Windass ('23 )
2-1 Josh Maja ('65 )
2-2 Alex Mowatt ('84 )
3-2 Anthony Musaba ('86 )
Athugasemdir
banner
banner
banner