Gomes gríðarlega eftirsóttur - Liverpool og Man Utd með í kappinu um Guéhi - Liverpool missir af Gordon og skoðar Adeyemi - Barca vill losna við De...
   lau 28. september 2024 17:22
Ívan Guðjón Baldursson
Diljá og Hlín á skotskónum í flottum sigrum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það komu nokkrar íslenskar atvinnukonur í fótbolta við sögu í leikjum dagsins í Evrópu, þar sem Selma Sól Magnúsdóttir lék allan leikinn í þægilegum sigri Rosenborg í undanúrslitum norska bikarsins.

Rosenborg mætir því annað hvort Vålerenga eða Brann í úrslitaleiknum.

Í Belgíu var Diljá Ýr Zomers í byrjunarliði Leuven og skoraði fyrsta mark leiksins í þægilegum fjögurra marka sigri gegn Waregem í efstu deild.

Leuven er á toppi belgísku deildarinnar með 13 stig eftir 5 umferðir.

Í sænska boltanum skoraði Hlín Eiríksdóttir í 2-0 sigri Kristianstad gegn Brommapojkarna, en Guðný Árnadóttir var einnig í byrjunarliðinu. Kristianstad er í fjórða sæti efstu deildar, þremur stigum frá Evrópubaráttunni.

Hin bráðefnilega Sigdís Eva Bárðardóttir kom þá inn af bekknum í 1-1 jafntefli Norrköping gegn Vittsjö á meðan María Catharina Ólafsdóttir Gros byrjaði í 1-0 tapi Linköping gegn AIK.

Íslendingalið Norrköping og Linköping sigla bæði lygnan sjó um miðja deild.

Að lokum kom Arna Þráinsdóttir inn af bekknum í 4-0 sigri OB gegn Kolding í efstu deild danska boltans. Odense er þar í þriðja sæti með 12 stig úr 7 umferðum.

Waregem 0 - 4 Leuven
0-1 Diljá Ýr Zomers ('17)
0-2 H. Eurlings ('46)
0-3 S. Pusztai ('61)
0-4 S. Janssen ('76)

Kristianstad 2 - 0 Brommapojkarna
1-0 C. Polkinghorne ('52)
2-0 Hlín Eiríksdóttir ('86)

Roa 1 - 3 Rosenborg

Norrkoping 1 - 1 Vittsjo

AIK 1 - 0 Linkoping

Odense 4 - 0 Kolding

Athugasemdir
banner
banner