Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fim 29. apríl 2021 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spá þjálfara í 2. deildinni: 7. sæti
KV
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingó Sig
Ingó Sig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Már Kristinsson
Samúel Már Kristinsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Már Þórisson
Einar Már Þórisson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla þjálfara liðanna í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. KV 52 stig*
8. KF 52 stig
9. Kári 39 stig
10. Reynir S. 36 stig
11. Fjarðabyggð 35 stig
12. Völsungur 33 stig

*KV var hæst spáð 4. sæti en KF var hæst spáð 5. sæti.

Lokastaða í fyrra: KV vann 3. deildina í fyrra eftir að hafa verið spáð efsta sætinu. Liðið vann 15 af 20 leikjum sínum og skoraði 62 mörk. Liðið var lengi vel á eftir Reyni í toppbaráttunni en KV tók fram úr í 16. umferð og vann að lokum deildina með fjórum stigum. KV náði í 25 stig á heimavelli í fyrra og 21 stig á útivelli.

Þjálfarinn: Sigurvin Ólafsson, Venni er á sínu fjórða ári með liðið. Hann lék á sínum ferli með nokkrum ferlinum en ÍBV, KR, FH og Fram þegar hann var upp á sitt besta. Hann lék sjö A-landsleiki. Hann var á mála hjá Stuttgart á árunum 1994-1997. Hann er yfirþjálfari hjá KR og aðstoðar Rúnar Kristinsson með meistaraflokkin meðfram þjálfuninni hjá KR.

Álit Ástríðunnar:
Hlaðvarpsþátturinn Ástríðan er leiðandi í umfjöllun um 2. deild. Þáttarstjórnendur gefa sitt álit á liðunum fyrir mót.

„Ástríðan segir – KV
„Eru nýliðar í deildinni í ár eftir frábært tímabil í fyrra. Ástríðan spáði KV 6.sæti í ótímabærri spá svo þetta er í takt við það. Sigurvin þjálfari hefur verið að fá verðskuldaða athygli fyrir sína vinnu með KV og hefur sett saman mjög gott lið blandað af ungum og eldri leikmönnum."


Styrkleikar: „Við teljum leikstíl KV vera mikinn styrkleika. Mjög „possession-based“ leikstíll þar sem þeir stýra leikjum og sækja á mörgum mönnum. Leikstíllinn minnir á Gróttu undir stjórn Óskars Hrafns og ef vel tekst til verður erfitt að eiga við þá."

„Lykilmennirnir eru reyndir og hafa allir spilað marga leiki á hærra leveli, þeir munu þurfa að stíga upp og draga ungu strákana með sér á vígvöllinn. Auk þess skoruðu Einar Már og Ingó sig 20 mörk í fyrra af miðjunni."


Veikleikar: „Í 2. deildinni verða andstæðingarnir betur æfðir, kraftmeiri og sterkari. KV gæti lent í meiri vandræðum en áður með það hvernig þeir vilja spila."

„Tveir framherjar, Björn Axel og Gauti Þorvarðar, sem skoruðu 17/62 mörkum liðsins í fyrra hafa báðir horfið á braut og spurningamerki hver spilar uppá topp og leitar að færum."


Lykilmenn: Ingólfur Sigurðsson, Einar Már Þórisson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson

Gaman að fylgjast með: Samúel Már Kristinsson. Hafsent fæddur árið 2000 og spilaði alla leikina í fyrra. Verður gaman að sjá hann á stærra sviði gegn sterkari andstæðingum.

Komnir:
Aron Daníel Arnalds – KFR
Birgir Ólafur Helgason - KFG
Grímur Ingi Jakobsson - Grótta (á láni frá KR)
Jonathan Aaron Belanyi – Álftanes
Patryk Hryniewicki – Leiknir R. (á láni)
Viðar Þór Sigurðsson - Vestri

Farnir:
Björn Axel Guðjónsson – Grótta
Gauti Þorvarðarson – KFS

Fyrstu þrír leikir:
8. maí gegn Magna heima
14. maí gegn Kára úti
17. maí gegn Njarðvík úti

Sjá einnig:
Hin hliðin - Samúel Kristinsson
Athugasemdir
banner
banner
banner