Business and Football

Kevin Keegan, fyrrum leikmaður Liverpool, vann Ballon d'Or tvívegis en fyrir Evrópumótið var hann gestur á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu.
Í sjónvarpinu hér að ofan má sjá Keegan ræða við Björn Berg Gunnarsson á ráðstefnunni en með þeim í spjallinu er rithöfundurinn John Carlin.
Rætt er um fótboltann og möguleika litlu liðanna. Keegan segir að stærstu áhrifin af velgengni Íslands verði á unga krakka á Íslandi sem líta á leikmenn sem fyrirmyndir.
Óhætt er að mæla með þessu stórskemmtilega spjalli sem Íslandsbanki tók upp.
Athugasemdir