Dregið var í undanúrslit enska bikarsins á BBC One og er nú ljóst hvaða lið munu mætast á Wembley.
Aston Villa, sem vann 3-0 sigur á Preston í dag, mætir Crystal Palace á meðan Nottingham Forest mun spila við sigurvegarann úr einvígi Bournemouth og Manchester City.
Undanúrslitin verða spiluðu Wembley helgina 26. - 27. apríl.
Man City og Villa eru sigursælust af þeim liðum sem eftir eru í bikarnum en bæði hafa unnið bikarinn sjö sinnum. Forest hefur unnið keppnina tvisvar en Bournemouth er eina liðið sem hefur ekki unnið hana.
Undanúrslitin:
Aston Villa - Crystal Palace
Bournemouth/Man City - Nottingham Forest
The draw for the #EmiratesFACup semi-finals is complete ????
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 30, 2025
Athugasemdir