Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 31. júlí 2017 12:34
Hafliði Breiðfjörð
Heimir býst við að fá tvo til FH í dag - Óli Palli æfir með liðinu
Heimir Guðjónsson eftir sigur FH á Leikni um helgina.
Heimir Guðjónsson eftir sigur FH á Leikni um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég á von á því að við náum að klára eitthvað fyrir miðnætti," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH við Fótbolta.net í dag aðspurður hvort félagið muni fá til liðs við sig leikmenn í dag, á lokadegi félagaskiptagluggans.

„Við erum aðallega að leita að góðum leikmönnum og sú leit hefur tekið lengri tíma en við áttum von á. Ég er að vona að það geti eitthvað gerst í dag eða í kvöld," bætti Heimir við en býst hann við að fá fleiri en einn leikmann?

„Þetta verða vonandi tveir leikmenn en það er ekki komið það langt að ég geti farið að opna mig um það. Ég verð hérna eitthvað fram undir kvöld að vinna í þessu," svaraði hann.

Athygli hefur vakið að Ólafur Páll Snorrason aðstoðarþjálfari FH var varamaður í síðasta leik liðsins gegn Leikni Reykjavík. Hann hafði lagt skóna á hilluna eftir að hann hætti hjá Fjölni í lok síðustu leiktíðar.

„Óli Palli er búinn að vera á æfingum upp á síðkastið og er búinn að vera drullu góður, eða hann segir það allavega," sagði Heimir. „Hann er alltaf klár ef það vantar einhvern sem getur dúndrað fyrir," bætti Heimir við.
Athugasemdir
banner
banner
banner