Denis Sytnik, fyrrum framherji ÍBV, hefur gengið til liðs við Grindavík.
Þessi 26 ára gamli Úkraínumaður lék með ÍBV sumarið 2010 og 2011.
Fyrra árið skoraði hann sex mörk í 17 leikjum í Pepsi-deildinni en síðara árið komst hann ekki á blað í tíu leikjum.
Grindvíkingar hafa verið í leit að framherja og því ákváðu þeir að semja við Sytnik.
,,Eins og staðan er í dag þá vantar okkur senter og ekkert annað. Tomi (Ameobi) og Pape (Mamaodu Faye) eru farnir. Við erum með Stefán (Þór Pálsson) sem er í láni frá Breiðabliki og Magga (Björgvinsson) en okkur vantar einn senter í viðbót," sagði Milan Stefán Jankovic þjálfari Grindvíkinga við Fótbolta.net fyrir helgi.
Sytnik gæti spilað sinn fyrsta leik með Grindavík þegar liðið heimsækir Ægi í Borgunarbikarnum á morgun.
Athugasemdir