Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 13:17
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum aðstoðarmaður Tuchel að taka við Leipzig
Mynd: EPA
Ungverski þjálfarinn Zsolt Low er að taka við þýska félaginu RB Leipzig en þetta kemur fram í BILD.

Leipzig rak Marco Rose úr starfi í morgun eftir slakt gengi síðustu mánuði.

Liðið datt út í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og er þá komið niður í 6. sæti í þýsku deildinni.

BILD greinir frá því að Leipzig sé að ganga frá viðræðum við nýjan þjálfara en útlit er fyrir að Zsolt Low sé að taka við.

Low er fyrrum landsliðsmaður Ungverjalands en hann hélt í þjálfun eftir ferilinn. Hann hefur beðið lengi eftir stóra tækifærinu og aðeins verið aðstoðarþjálfari til þessa.

Hann spilaði undir stjórn Thomas Tuchel á fótboltaferli sínum og varð síðan aðstoðarmaður hans hjá Paris Saint-Germain, Chelsea og Bayern München. Undanfarið hefur hann unnið að þróun fótboltamála hjá Red Bull, eiganda Leipzig.

Leipzig ætlar að ráða Low út tímabilið en ekki hefur verið ákveðið hver tekur við í sumar.
Athugasemdir
banner