Þýska félagið RB Leipzig hefur staðfest brottrekstur þýska þjálfarans Marco Rose.
Rose tók við Leipzig árið 2022 eftir að hafa áður stýrt Borussia Dortmund, Borussia Mönchengladbach og Salzburg.
Hann gerði Leipzig að bikarmeisturum á fyrsta tímabili sínu og vann síðan Ofurbikarinn nokkrum mánuðum síðar.
Tveir sigrar í síðustu tíu deildarleikjum þótti ekki fullnægjandi árangur og kallaði það á breytingar en Leipzig tilkynnti í morgun að Rose væri farinn frá félaginu.
Eins marks tap gegn Gladbach í gær var dropinn sem fyllti mælinn og leitar félagið nú að nýjum þjálfara.
Leipzig datt út í deildarkeppni Meistaradeildarinnar og situr nú í 6. sæti þýsku deildarinnar þegar sjö umferðir eru eftir.
Athugasemdir