Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 12:20
Brynjar Ingi Erluson
Müller verður ekki áfram hjá Bayern
Mynd: EPA
Thomas Müller, leikmaður Bayern München í Þýskalandi, mun ekki framlengja samning sinn við félagið en Kicker segir frá þessum tíðindum í dag.

Müller, sem er 35 ára gamall, er leikjahæsti leikmaður í sögu Bayern og spilað allan sinn feril með liðinu.

Leikmaðurinn hafði vonast eftir því að spila eitt tímabil til viðbótar með félaginu en það hefur nú ákveðið að bjóða honum ekki nýjan samning.

Þessi sóknarsinnaði leikmaður hefur aðeins byrjað átta deildarleiki á tímabilinu og skorað eitt mark ásamt því að leggja upp fimm mörk.

Kicker segir hafa fengið staðfestar upplýsingar um að hann verði ekki áfram en félagið er þó meira en til í að ráða hann í aðra stöðu innan klúbbsins í framtíðinni.

Bayern ætlar þá að skipuleggja sérstakan kveðjuleik fyrir Müller sem gæti tekið stökkið til Bandaríkjanna í sumar og tekið nokkur ár í MLS-deildinni áður en hann snýr aftur til Þýskalands.

Müller lék sinn fyrsta leik með aðalliði Bayern árið 2008 er Jürgen Klinsmann var við stjórnvölinn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá en hann hefur nú spilað 742 leiki, skorað 247 mörk og unnið tólf titla.
Athugasemdir
banner
banner