Andrea Berta er nýr yfirmaður íþróttamála hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Arsenal en þetta kemur fram í tilkynningu félagsins í dag.
Berta er 53 ára gamall Ítalí sem starfaði síðast hjá Atlético Madríd á Spáni.
Hann eyddi 12 árum hjá Atlético og spilaði stóra rullu í að byggja hóp sem vann La Liga í tvígang, Evrópudeildina og spænska konungsbikarinn. Liðið komst þá tvisvar í úrslit Meistaradeildarinnar á tíma hans þar.
Berta tekur við starfinu af Edu sem yfirgaf Arsenal í nóvember á síðasta ári.
„Ég er í skýjunum með að vera ganga til liðs við Arsenal og það á mjög spennandi tímum fyrir félagið.
„Ég hef fylgst náið með því hvernig Arsenal hefur þróast síðustu ár og dáðst af þeirri erfiðisvinnu sem hefur verið lögð í að gera Arsenal, sem er með marga ástríðufulla fylgjendur um allan heim, aftur að stórveldi í Evrópuboltanum.“
„Félagið hefur frábær gildi og ríka sögu og er ég spenntur að spila mína rullu í að móta árangursríka framtíð með þessu frábæra liði. Ég get ekki beðið eftir að byrja í nýju hlutverki og spenntur fyrir því að upplifa fyrsta leik minn með stuðningsmönnum okkar á Emirates,“ sagði Berta.
Ítalinn er með mikla reynslu úr boltanum en hann starfaði áður sem tæknilegur stjórnandi hjá Carpenedolo, Parma og Genoa.
We are delighted to announce that Andrea Berta is joining the club as Sporting Director.
— Arsenal (@Arsenal) March 30, 2025
Full details below????
Athugasemdir