Skagamaðurinn Stefán Teitur Þórðarson er í byrjunarliði Preston sem mætir Aston Villa í 8-liða úrslitum enska bikarsins á Deepdale leikvanginum í Preston klukkan 12:30 í dag.
Stefán Teitur er einn af lykilmönnum Preston og kemur því lítið á óvart að hann sé á miðsvæði liðsins í dag.
Árangur Preston í bikarnum í ár er sá besti í tæp 60 ár. Preston hefur unnið Wycombe, Charlton og Burnley á leið sinni í 8-liða úrslitin, en nú er komið að stóru prófi.
Unai Emery stillir upp sterku liði Aston Villa. Marcus Rashford, Morgan Rogers og Marco Asensio eru allir í byrjunarliðinu, en leikmenn á borð við John McGinn, Ollie Watkins og Amadou Onana eru á bekknum.
Preston: Cornell; Storey, Gibson, Hughes, Brady, Whiteman, Thordarson, Meghoma, Frokjaer, Keane, Riis.
Aston Villa: Martinez; Cash, Konsa, Mings, Digne, Tielemans, Kamara, Asensio, Rogers, Ramsey, Rashford.
Athugasemdir