Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 13:58
Brynjar Ingi Erluson
Sjáðu mörkin: Rashford opnaði markareikninginn með Villa - Skoraði tvö á fimm mínútum
Mynd: EPA
Marcus Rashford opnaði markareikning sinn með Aston Villa með stæl í 8-liða úrslitum enska bikarsins gegn Preston á Deepdale-leikvanginum í dag, en hann skoraði tvö mörk á fimm mínútum og er Villa nú komið langleiðina í undanúrslit.

Rashford kom til Villa á láni frá Manchester United í janúargluggans og verið að gera góða hluti.

Hann var í byrjunarliðinu í dag og er nú búinn að skora fyrstu mörk sín fyrir félagið.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 58. mínútu skoraði hann fyrsta mark sitt af stuttu færi eftir sendingu Lucas Digne og tvöfaldaði síðan forystuna úr vítaspyrnu aðeins fimm mínútum síðar.

Jacob Ramsey var síðan rétt í þessu að gera þriðja mark Villa og liðið á leið í undanúrslit en mörk Rashford má sjá hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner