Marcus Rashford opnaði markareikning sinn með Aston Villa með stæl í 8-liða úrslitum enska bikarsins gegn Preston á Deepdale-leikvanginum í dag, en hann skoraði tvö mörk á fimm mínútum og er Villa nú komið langleiðina í undanúrslit.
Rashford kom til Villa á láni frá Manchester United í janúargluggans og verið að gera góða hluti.
Hann var í byrjunarliðinu í dag og er nú búinn að skora fyrstu mörk sín fyrir félagið.
Staðan var markalaus í hálfleik en á 58. mínútu skoraði hann fyrsta mark sitt af stuttu færi eftir sendingu Lucas Digne og tvöfaldaði síðan forystuna úr vítaspyrnu aðeins fimm mínútum síðar.
Jacob Ramsey var síðan rétt í þessu að gera þriðja mark Villa og liðið á leið í undanúrslit en mörk Rashford má sjá hér fyrir neðan.
RASHFOOOOORD! ????@MarcusRashford gets his first goal in @AVFCOfficial colours ????#EmiratesFACup pic.twitter.com/wcOTvSCNyJ
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 30, 2025
He's got another! ????@MarcusRashford looked so confident from the spot, and grabs his second of the day ??#EmiratesFACup pic.twitter.com/WHagsK6bwI
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) March 30, 2025
Athugasemdir