Cesc Fabregas, stjóri Como í ítölsku deildinni, var ekki parsáttur með frammistöðu sinna manna þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Empoli í gær.
„Ég er ekki sáttur, ég var ekki ánægður með frammistöðu liðsins. Kannski er það mér að kenna en það eina jákvæða í dag var stigið," sagði Fabregas.
Fabregas var sjálfur í banni og fylgdist því með leiknum úr stúkunni. Hann var alls ekki ánægður með það sem hann sá.
„Ég sagði leikmönnunum að þeir þyrftu að setja fæturnar á jörðina, einhverjir halda að þeir spili fyrir Bayern Munchen. Empoli gat auðveldlega unnið. Við undirbjuggum leikinn á ákveðinn hátt en ég kunni ekki að meta hugarfarið."
Athugasemdir