Liverpool veit verðið á Kerkez - City vill Saliba og Reijnders - Saka í viðræður um nýjan samning
   sun 30. mars 2025 14:20
Brynjar Ingi Erluson
Löw stýrir Leipzig út tímabilið (Staðfest)
Mynd: RB Leipzig
Þýska félagið RB Leipzig hefur staðfest ráðningu ungverska þjálfarans Zsolt Löw en hann gerir samning út tímabilið.

Leipzig hafði hraðar hendur eftir að hafa rekið Marco Rose snemma í morgun.

Löw, sem var áður aðstoðarmaður Thomas Tuchel hjá Chelsea, Bayern München og Paris Saint-Germain, er að taka við fyrsta aðalþjálfarstarfi sínu en undanfarna mánuði hefur hann unnið að fótboltaþróunarmálum hjá Red Bull, eiganda Leipzig.

Félagið greinir frá því að samningur hans er út tímabilið og verður síðan tekin ákvörðun með framhaldið í sumar en Jürgen Klopp, yfirmaður fótboltamála hjá Red Bull, mun halda utan um ráðningarferli nýs þjálfara.

Fyrsti leikur Löw verður gegn Stuttgart í síðari leiknum í undanúrslitum þýska bikarsins á miðvikudag en Leipzig leiðir einvígið með einu marki.


Athugasemdir
banner
banner
banner