Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fim 10. júní 2004 08:37
Þorvaldur Makan á batavegi
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson miðjumaður Fram er enn á sjúkrahúsi eftir að hann var fluttur þangað í miðjum leik Fram og Fylkis á mánudaginn síðastliðinn. Talið er að Þorvaldur hafi fengið mígreniskast og hné hann niður þegar hann var á leið sinni til búningsherbergis Fram eftir að honum var skipt útaf.

Þorvaldur hefur verið í stöðugum rannsóknum samkvæmt Morgunblaðinu en hann má væntanlega fara af spítalanum í dag. Hann man ekki neitt eftir leiknum en hann kom til síns sjálfs í gær.

Við vonum að ekkert alvarlegt ami að þessum frábæra knattspyrnumanni og sendum honum okkar bestu batakveðjur og vonum til að sjá Þorvald í baráttunni með Fram áður en langt um líður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner