Loic Ondo, varnarmaður Fjarðabyggðar, var valinn í landsliðshóp Gabon fyrir vináttuleik liðsins gegn Gíneu í París í kvöld.
Ondo hefur verið við æfingar með landsliði Gabon í Frakklandi undanfarna daga.
Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Borussia Dortmund, er fyrirliði Gabon og helsta stjarnan í landsliðinu.
Aubameyang æfði með Gabon í vikunni en hann tekur þó ekki þátt í leiknum í kvöld. Hér að neðan má sjá mynd sem Ondo sendi Fótbolta.net af Aubameyang í liðsrútunni.
Didier N'Dong, miðjumaður Sunderland, er á meðal leikmanna Gabon og hér til hliðar má sjá hann og Ondo í góðum gír.
Ondo ætlar að leika með Fjarðabyggð í 2. deildinni á Íslandi í sumar en hann lék einnig með liðinu í Inkasso-deildinni í fyrra.
Áður hefur Ondo leikið með bæði Grindavík og BÍ/Bolungarvík á Íslandi.
Gilles Mbang Ondo, eldri bróðir Loic, var markakóngur Pepsi-deildinnar árið 2010 með Grindavík.
Gilles Mbang á fimm landsleiki að baki með Gabon en hann samdi á dögunum við Vestra. Hann mun því mæta Loic í 2. deildinni á Íslandi í sumar.
Athugasemdir