Anthony Elanga var hetja Nottingham Forest þegar liðið vann Man Utd í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Hann skoraði eina markið snemma eftir hraða skyndisókn. Man Utd tók horn seem Forest hreinsaði frá og Elanga fékk boltann og brunaði upp allan völlinn og skoraði framhjá Andre Onana.
Hann skoraði eina markið snemma eftir hraða skyndisókn. Man Utd tók horn seem Forest hreinsaði frá og Elanga fékk boltann og brunaði upp allan völlinn og skoraði framhjá Andre Onana.
Elanga gekk ungur að árum til Man Utd en hann var seldur til Forest árið 2023. Hann hefur blómstrað þar en hann hefur skorað sex mörk og lagt upp átta í úrvalsdeildinni þar sem Forest situr í 3. sæti sem stendur.
„Við tölum mikið um leikmenn sem voru hjá Manchester United sem eru að gera góða hluti en þeir fengu tækifæri hérna. Þeir voru hérna og hérna er pressan of mikil stundum. Þú færð ekki tíma hjá United, ég fæ ekki tíma, maður verður að gera hlutina rétt," sagði Rúben Amorim eftir leikinn í gær.
Athugasemdir