Nottingham Forest vann Man Utd í úrvalsdeildinni í kvöld en liðið varðist ótrúlega vel.
Anthony Elanga skoraði eina markið snemma leiks eftir ótrúlegan sprett upp allan völlinn. Man Utd var með öll völd á vellinum en varnarleikurinn og Mats Sels í markinu voru með allt á hreinu.
Anthony Elanga skoraði eina markið snemma leiks eftir ótrúlegan sprett upp allan völlinn. Man Utd var með öll völd á vellinum en varnarleikurinn og Mats Sels í markinu voru með allt á hreinu.
„Þeir þjáðust, lögðu hart að sér og trúðu. Þeir hjálpuðu hvor öðrum. Þetta var mjög erfiður leikur fyrir okkur," sagði Nuno Espirito Santo, stjóri Forest.
Espirito Santo hrósaði Elanga í hástert.
„Hann er sérstakur drengur og hann færir þessu liði hraða. Hann gerði þetta allt upp á sínar eigin spýtur og við erum í skýjunum," sagði Espirito Santo.
Athugasemdir