PSG er komið í úrslit franska bikarsins eftir sigur á Dunkerque sem leikur í næst efstu deild en þetta var ekki auðvelt fyrir stórveldið.
PSG var tveimur mörkum undir eftir tæplega hálftíma leik en Ousmane Dembele minnkaði muninn undir lok fyrri hálfleiksins með 32. marki sínu á tímabilinu.
Marquinhos jafnaði metin snemma í seinni hálfleik áður en Desire Doue kom liðinu yfir. Það var síðan Dembele sem innsiglaði 4-2 sigur liðsins með marki í uppbótatíma.
Liðið mætir annað hvort Cannes eða Reims í úrslitum en liðin mætast í kvöld. Reims er í fallbaráttu í efstu deild á meðan Cannes leikur í fjórðu deild.
Athugasemdir