Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mið 02. apríl 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid fullkomið fyrir Bellingham - „Verð í hvítu í 10 til 15 ár"
Mynd: EPA
Enski miðjumaðurinn Jude Bellingham hefur blómstrað síðan hann gekk til liðs við Real Madrid frá Dortmund sumarið 2023.

Hann skoraði 23 mörk og lagði upp 13 í 43 leikjum á síðustu leiktíð. Hann var gagnrýndur í upphafi tímabilsins í ár en hefur skorað 13 mörk og lagt upp 11.

Bellingham býst sjálfur við því að spila lengst af á ferlinum með Real Madrid.

„Real Madrid var fullkomið félag fyrir mig. Ég er ánægður í Madrid og tel að ég muni spila í hvítu næstu 10 til 15 árin," sagði Bellingham.
Athugasemdir
banner