Úrvalsdeildarfélög vilja lykilmenn frá Leipzig - Juve gæti reynt að kaupa Tonali - Tottenham hafnar tilboðum - Griezmann fær nýjan samning -...
   fim 28. apríl 2005 14:29
Magnús Már Einarsson
Hin Hliðin - Dennis Siim (FH)
Dennis Siim eftir sigurleik FH á HB um síðastliðna helgi.
Dennis Siim eftir sigurleik FH á HB um síðastliðna helgi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einu sinni í viku sýnir nýr leikmaður á sér hina hliðina hér á Fótbolti.net. Að þessu sinni er það Dennis Siim sem er miðjumaður sem FH fékk til sín fyrir þetta tímabil. Siim hefur leikið með Glostrup, AGF, OB og Sønderjyske í Danmörku. Siim ku hafa fengið tilboð frá liðum í þýsku 1.deildinni en hann ákvað að fara frekar til FH.

Siim sem er 29 ára þykir góður leikmaður og hver veit nema að hann slái í gegn hjá FH eins og Allan Borgvardt og Tommy Nielsen landar hans hafa gert.


Fullt nafn: Dennis Siim

Gælunafn: Siimse - Siimson

Aldur: 29

Giftur / sambúð? Ekki giftur en á kærustu – Helle prinsessu
Börn: Ekki enn!

Hvað eldaðir þú síðast? Það var indverskur matur

Hvað vilt þú fá á pizzuna þína? Pepperoni-Ananas-Nautahakk-Jalapenos-Feta ost

Hvernig gemsa áttu? Erricson T68 e og einhvern gamlan Siemens

Uppáhaldssjónvarpsefni? NFL (Amerískur fótbolti innsk,)

Besta bíómyndin? Shawshank redemption

Hvaða tónlist hlustar þú á? Ég hlusta á nánast allar tegundir af tónlist

Uppáhaldsútvarpsstöð: Útvarpsstöðin í Århus, Danmörku

Uppáhaldsdrykkur: Cuba Caramel, súkkulaðimjólk og íste að hætti Long Island

Uppáhalds vefsíða? www.eb.dk – Dagblað í Danmörku

Ertu hjátrúarfull(ur) fyrir leiki ( ef já, hvernig þá)? Nei það er ég í raun ekki

Hvernig er best að pirra andstæðinginn? Með því að hafa algjöra yfirburði í leiknum og vera honum fremri á öllum sviðum allan leikinn.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með? OB aftur. Gamla liðið mitt í Danmörku.

Hver var átrúnaðargoð þitt á yngri árum? Michel Platini

Erfiðasti andstæðingur? Red Star Belgrade- Sao Paolo og Celta Vigo

Ekki erfiðasti andstæðingur? Dalum

Besti samherjinn? Þeir eru of margir til að nefna einhvern einn

Sætasti sigurinn? Að vinna FC Kaupmannahöfn í úrslitum danska bikarsins árið 2002

Mestu vonbrigði? Að tapa meistaratiltinum í Danmörku til Brøndby IF árið 1996 eftir að markmaðurinn þeirra skoraði með skalla í uppbótartíma – Við töpuðum með einu stigi.

Hvað er þitt uppáhaldslið í enska boltanum? Í rauninni ekkert en þegar ég var lítill verð ég að segja Chelsea

Uppáhaldsknattspyrnumaður? Zinedine Zidane

Besti íslenski knattspyrnumaðurinn fyrr og síðar? Tómas Ingi Tómasson

Efnilegasti knattspyrnumaður landsins? Það er ungur strákur í FH sem heitir Pétur (Óskar Sigurðsson) og hann er mjög hæfileikaríkur.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn í deildinni? Ég hef bara ekki tekið eftir því!

Grófasti leikmaður deildarinnar? ”Manni the Mean” í FH kannski. (Ármann Smári Björnsson)

Besti íþróttafréttamaðurinn? Jimmy "falkeøje" Bøjgaard & Claus NFLming TV2 ZULU DK

EKKI besti íþróttafréttamaðurinn? Claus Borre

Hver er mesti höstlerinn í liðinu? Valle Valle einnig nefndur Henrik Bødker...

Hefurðu skorað sjálfsmark? Í fyrsti leik sem ég spilaði, þá fjögurra ára gamall

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég spilaði einu sinni með gaur í Danmörku sem kastaði upp á magann á sjálfum sér þegar hann var að fagna marki sem hann skoraði fyrir framan 6500 áhorfendur.

Spilar þú Championship Manager tölvuleikinn? Já það geri ég, ég þarf samt að fá mér nýja leikinn CM5

Hvenar byrjaðirðu að æfa knattspyrnu? Næstum því fjögurra ára

Ef þú mættir breyta einni reglu í fótbolta, hverju myndir þú breyta? Ég myndi vilja breyta vítaspyrnukeppninni í Ameríska vítakeppni þar sem maður byrjar á miðjunni með boltann og rekur hann upp völlinn og fer einn á einn við markvörðinn.

Hvern vildir þú sjá á sviði? (tónleikum) U2 - Uppáhalds hljómsveitina mína

Hvað finnst þér leiðinlegast að gera á æfingu? Upphitun

Hver er frægasta persónan sem þú ert með í farsímanum þínum? Það hlýtur að vera Allan Simonsen.

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn í öllum heiminum? Brasilía

Hversu lengi ertu að koma þér í gang á morgnanna? Bara 2 mínútur, ég er mjög morgunhress

Hver er uppáhaldsÍÞRÓTTAMAÐURINN þinn? Ernie Els - Phil Mickelson & Jerome "The Bus" Bettis

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum? Golf - NFL - NHL - NBA og frjálsar íþróttir

Hver er uppáhalds platan þín? The Best of U2

Hvenær borgaðir þú þig síðast inn á knattspyrnuleik? Ég man ekki eftir því að hafa gert það

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú? ADIDAS F50

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla? Fyrsta bekk, ég átti í erfiðleikum með að sitja kyrr

Hvað langar þig að taka þér fyrir hendur þegar knattspyrnuferlinum lýkur? Ég vil gjarnan stofna fyrirtæki, kannski veitingastað eða kaffihús
Athugasemdir
banner
banner