Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
   mið 25. júlí 2018 08:30
Mist Rúnarsdóttir
23 leikmenn að yfirgefa Inkasso-deildina
Bryndís Rún er farin út og spilar ekki meira með ÍA í sumar
Bryndís Rún er farin út og spilar ekki meira með ÍA í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Thelma Lóa og Lilja Vigdís eru báðar á leið út
Thelma Lóa og Lilja Vigdís eru báðar á leið út
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Agnes Birta og Unnbjörg klára ekki tímabilið hér heima
Agnes Birta og Unnbjörg klára ekki tímabilið hér heima
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og undanfarin ár munu fjölmargir íslenskir leikmenn halda út í háskólanám áður en að Íslandsmótin klárast. Í ár eru 23 leikmenn sem kveðja Inkasso-deild kvenna og geta því ekki tekið þátt í þeirri spennandi baráttu sem framundan er.

Hér að neðan er listi yfir þá leikmenn sem eru á leið erlendis en Fylkir missir flestar, sex samtals. Þar á meðal eru þó leikmenn sem hafa verið meiddir og lítið eða ekkert spilað í sumar. Það má því kannski færa rök fyrir því að þetta komi verst við Skagann sem missir þrjár gríðarsterkar byrjunarliðskonur.

24 Pepsi-deildar leikmenn á leið erlendis í nám

Það eru 24 leikmenn úr Pepsi-deildinni sem eru einnig á leið erlendis í nám og nokkrar úr 2. deild svo það verða um 50 íslenskar fótboltakonur að sparka bolta erlendis í vetur auk atvinnukvennanna okkar.

Keflavík:
Brynja Pálmadóttir (Er farin)
Una Margrét Einarsdóttir (Er farin)

Fylkir:
Hulda Hrund Arnardóttir (Er farin)
Kristín Þóra Birgisdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Lilja Vigdís Davíðsdóttir
Ragnheiður Erla Garðarsdóttir
Rakel Jónsdóttir
Thelma Lóa Hermannsdóttir

Þróttur:
Hrefna Guðrún Pétursdóttir (Nær einum leik í viðbót)
Kristín Eva Gunnarsdóttir (Er farin)
Unnbjörg Jóna Ómarsdóttir (Fer í ágúst)
Þórkatla María Halldórsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)

ÍA:
Aníta Sól Ágústsdóttir (Nær einum leik í viðbót)
Bryndís Rún Þórólfsdóttir (Er farin)
Veronica Líf Þórðardóttir (Nær einum leik í viðbót)

Haukar:
Theódóra Hjaltadóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)

Hamrarnir:
Agnes Birta Stefánsdóttir
Sara Skaptadóttir

Fjölnir:
Mist Grönvold Þormóðsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)
Vala Kristín Theodórsdóttir (Nær tveimur leikjum í viðbót)

ÍR:
Eva Ýr Helgadóttir (Nær einum leik í viðbót)

Afturelding/Fram:
Eydís Embla Lúðvíksdóttir (Fer um mánaðarmótin júlí/ágúst)

Sindri:
Inga Kristín Aðalsteinsdóttir (Fer um mánaðarmótin júlí/ágúst)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner