Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 11. júní 2019 16:30
Arnar Daði Arnarsson
Best í 6. umferð: Best í annnað sinn í sumar
Elín Metta.
Elín Metta.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen leikmaður Vals er leikmaður 6. umferðar í Pepsi Max-deild kvenna.

Elín Metta hefur farið á kostum í Pepsi Max-deildinni hingað til og hefur skorað níu mörk í fyrstu sex leikjunum. Þar af skoraði hún fjögur mörk í 6-0 sigri Vals á Fylki í 6. umferðinni á föstudaginn síðastliðin.

„Mér líður dásamlega þetta var mjög góður leikur og gott veður svo þetta var mjög skemmtilegt." sagði Elín Metta glöð og sátt í viðtali eftir leik.

„Það kemur skemmtilega á óvart og virkilega gaman hvað maður er að nýta færin vel og hvað liðsfélagarnir eru að skapa fyrir mann," sagði Elín Metta sem var að skora sína aðra þrennu í sumar.

„Elín Metta var gjörsamlega á eldi í kvöld eins og í allt sumar! Hún virðist óstöðvandi. Fjögur mörk og tvær stoðsendingar, verður það mikið betra en það? Ég held ekki," skrifaði Orri Rafn fréttaritari Fótbolta.net í Skýrslunni eftir leik Vals og Fylkis.

Þetta er í annað sinn sem Elín Metta er leikmaður umferðarinnar.

Valur er á toppi Pepsi Max-deildarinnar með 18 stig, jafn mörg stig og Breiðablik. Liðin mætast 3. júlí í 8. umferðinni.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

Sjá einnig:
Best í 5. umferð - Cloe Lacasse (ÍBV)
Best í 4. umferð - Elín Metta Jensen (Valur)
Best í 3. umferð - Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Elín Metta: Komið skemmtilega á óvart
Athugasemdir
banner
banner
banner