Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   sun 07. júlí 2019 22:10
Elvar Geir Magnússon
„Gulli spilaði í dag því hann er 100%"
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Talað var um að Gunnleifur Gunnleifsson væri tæpur fyrir Kópavogsslaginn gegn HK og töldu margir að Gunnleifur myndi ekki spila í kvöld fyrst Breiðablik kallaði Ólaf Íshólm Ólafsson úr láni hjá Fram.

Umræða var í Kópavoginum yfir leiknum í kvöld að Gunnleifur væri ekki heill þó hann væri að spila. Ágúst Gylfason, þjálfari Breiðabliks, segir að sú umræða sé ekki rétt.

„Jú hann er 100%. Ástæðan fyrir því að hann spilaði í dag er sú að hann er 100%. Það er gott að fá Óla. Við erum að fara í erfitt prógramm og Evrópuverkefni. Við erum í öllum keppnum og það er gott að vera með stóran hóp og 'bakköpp' í allar stöður," segir Ágúst.

Aron Bjarnason er á förum til Ungverjalands og verið er að orða fleiri leikmenn Blika við erlend félög. Það er ekki óskastaða fyrir þjálfara að vera í?

„Nei það er ljóst. Það er verið að hræra í okkar mönnum og spurning hvernig hausinn á þeim tekur á móti því, þegar verið er að vesenast í þeim um allan heim. En þetta er bara okkar staða og við tökum henni. Það hlýtur að vera samt jákvætt að það sé áhugi á okkar leikmönnum. Við hljótum að vera að gera þá vel og leikmennirnir að standa sig," segir Ágúst.
Gústi Gylfa vildi víti: Skil ekki hvernig hann sá þetta ekki
Athugasemdir