Cunha og Osimhen orðaðir við Man Utd - Inter Miami vill De Bruyne - Fjölgar í kapphlaupinu um Delap
   þri 29. apríl 2003 00:00
Hafliði Breiðfjörð
4500 króna sekt fyrir að spila fótbolta í Berlín.
Lögreglan í Berlín er byrjuð að sekta hvern þann sem spilar fótbolta fyrir utan þinghúsið í borginni um 4500 krónur. Ákvörðun um þetta var tekin til að vernda túnið fyrir utan Reichstag þinghúsið. Bletturinn er vinsæll samkomustaður Berlínarbúa sem fara í lautarferðir, sólbað og leiki en fótboltaleikir hafa haft slæm áhrif á blettinn.

Heinz Biedermann yfirmaður garðyrkjumála hjá Berlínarborg sagði í gær að 10 þúsund fermetrar af túni væri mikið skemmt og kostnaður við að skipta því út væru um 9 milljónir króna sem væri ekki til í fjárveitingum. Starfsmenn bæjarins hafa sett upp skilti þar sem þeir tilkynna að bannað sé að spila fótbolta á túninu. Clemens Körte sem hefur spilað fótbolta á túninu með vinum sínum síðan 1993 sagði að þeir muni leita að öðru túni þótt hefð sé fyrir að spila fyrir utan þinghúsið þar sem þeir vilja ekki hætta á að vera sektaðir.
Athugasemdir
banner
banner