Real Madrid vill Guehi - Arsenal á undan Juve í baráttu um Calafiori - De Ligt hefur áhuga á að fara til Man Utd
   mán 01. júlí 2024 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
De Bruyne: Ég á meira en nóg af peningum
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne, leikmaður Manchester CIty og belgíska landsliðsins, hefur verið orðaður við félagaskipti til Sádi-Arabíu í sumar. Hann hefur hins vegar gefið í skyn að hann verði áfram hjá Englandsmeisturunum þar sem hann á eitt ár eftir af sínum samningi.

De Bruyne sást ræða við Michael Emenalo á HM félagsliða í desember en Emenalo er yfirmaður íþróttamála hjá deildinni í Sádi.

„Já já," sagði De Bruyne við HBVL þegar hann var spurður hvort það megi búast við því að hann verði áfram hjá City á næsta tímabili.

„Ég hef lesið margar fyrirsagnir um félagaskipti, en ég hef ekki talað við neinn. Já, ég sá Emenalo á HM félagsliða. Ég þekki Michael - þess vegna er rökrétt að tala við hann. En þetta snerist ekki um félagaskipti."

„Ég skrifaði undir samning á réttum tíma. Ef það er gott tilboð og þú segir við Pep (Guardiola) að þú viljir fara, þá er það möguleiki. Þetta er kannski öðruvísi hjá öðrum félögum. En ég hef aldrei gefið í skyn að ég vilji fara."

„Ég á meira en nóg af peningum. En ef eitthvað alveg gjörsamlega galið kemur... þá gæti það verið fyrir fjölskylduna, ættingja, barnabörnin, barnabarnabörnin og vini mína,"
sagði De Bruyne sem er einbeittur á EM sem stendur. Belgía á leik á morgun gegn Frökkum i 16-liða úrslitum keppninnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner