Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 01. nóvember 2022 10:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hreinskilinn í svörum um Alli: Undir væntingum
Dele Alli.
Dele Alli.
Mynd: Getty Images
Senol Gunes, þjálfari Besiktas í Tyrklandi, er ekki par sáttur við það hvernig miðjumaðurinn Dele Alli hefur verið að standa sig á meðan hann hefur verið hjá félaginu.

Ferill Alli hefur verið á mikilli niðurleið síðustu ár eftir að hann var lykilmaður hjá Tottenham fyrir nokkrum árum.

Sjá einnig:
Hvað gerðist hjá Dele Alli? - „Ekki innistæða fyrir því andlega"

Alli, sem er 26 ára gamall, hefur síðustu vikur verið hjá Besiktas en hann hefur ekki verið að standa sig nægilega vel að mati þjálfarans.

„Hans frammistaða hefur verið undir væntingum," segir Gunes, sem var ráðinn til Besiktas í síðustu viku, og bætti við að það hafi gengið illa að ná til leikmannsins.

Besiktas á möguleika á því að kaupa hann fyrir 6 milljónir punda næsta sumar en það er ekki útlit fyrir að félagið muni nýta sér það.
Athugasemdir
banner
banner