Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 01. nóvember 2022 11:09
Elvar Geir Magnússon
Leikmenn Tottenham vöknuðu við flugeldasprengingar í nótt
Leikmenn Tottenham á vellinum í Marseille.
Leikmenn Tottenham á vellinum í Marseille.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Svefn leikmanna Tottenham var truflaður í Marseille í nótt en liðið er að fara í úrslitaleik í kvöld um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.

Stuðningsmenn Marseille sprengdu upp flugelda fyrir utan hótel liðsins. Leikmenn vöknuðu og samkvæmt heimildarmanni Guardian stóðu flugeldasprengingarnar lengi yfir. Flugeldum var skotið upp milli 1:30 og 4:30 í nótt.

Tottenham fellur úr leik í Meistaradeildinni ef liðið tapar en jafntefli dugar til að tryggja liðinu sæti í 16-liða úrslitunum.

Búast má við spennuþrungnu andrúmslofti á leiknum og miklum látum í stuðningsmönnum heimamanna. Hluti af áhorfendasvæðinu verður þó lokaður þar sem Marseille er refsað fyrir hegðun stuðningsmanna gegn Eintracht Frankfurt í september er.

D-riðill:
20:00 Sporting - Eintracht Frankfurt
20:00 Marseille - Tottenham

1. Tottenham 8 stig
2. Sporting Lissabon 7 stig
3. Eintracht Frankfurt 7 stig
4. Marseille 6 stig

Langjafnasti riðillinn. Öll fjögur liðin vita að sigur mun tryggja sæti í útsláttarkeppninni. Öll liðin eiga möguleika á að vinna riðilinn en Tottenham er öruggt með toppsætið með sigri.

Tottenham og Sporting þurfa jafntefli til að komast áfram. Ef Tottenham tapar endar liðið í þriðja sæti og fer í Evrópudeildina.

Sjá einnig:
Conte verður í leikbanni í kvöld
Athugasemdir
banner