Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
banner
   fim 02. nóvember 2023 10:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Olla slær í gegn í Harvard - Valin nýliði ársins
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, oftast kölluð Olla, hefur verið valin nýliði ársins í Ivy League í háskólaboltanum í Bandaríkjunum.

Olla hélt í Harvard, sem er einn virtasti háskólinn í Bandaríkjunum, síðasta sumar. Hún hefur leikið afskaplega vel með háskólaliðinu og er búin að skora sjö mörk nú þegar.

Hún hefur þess vegna verið valin nýliði ársins í deildinni sem Harvard spilar í.

Hún er ein af fjórum Íslendingum sem spila með Harvard en þar eru líka Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Hildur Þóra Hákonardóttir og Írena Héðinsdóttir Gonzalez.

Olla, sem er tvítug að aldri, er uppalin í Val en hún hefur spilað með Þrótti frá 2020. Frá því hún gekk í raðir Þróttar hefur hún verið einn besti sóknarmaður Bestu deildarinnar.

Hún á að baki þrjá leiki með A-landsliði Íslands og hefur í þeim skorað tvö mörk.


Athugasemdir
banner
banner