Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 15:30
Brynjar Ingi Erluson
Suarez aðstoðaði lögreglu við að bjarga mannslífi
Mynd: EPA
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez hjálpaði lögreglunni í Úrúgvæ við að bjarga manni sem hótaði að fremja sjálfsvíg en þetta segir blaðamaðurinn Favian Renkel á X.

Þjóðhetjan Suarez eyðir fríi sínu í heimalandinu á meðan hann safnar kröftum fyrir nýtt tímabil í Bandaríkjunum.

Lögreglan í Úrúgvæ leitaði til Suarez vegna manns sem hafði klifrað upp í tré og hótað að drepa sig.

Suarez mætti á svæðið og ræddi við manninn en þrátt fyrir tilraunir hans ákvað maðurinn að vera áfram á sínum stað. Kallaði hann eftir því að eiginkonan kæmi og talaði við hann.

Maðurinn klifraði upp í tréið í gærkvöldi og hafði því eytt heilum sólarhring þar.

Blaðamaðurinn Renkel uppfærði fylgjendur sína reglulega af ástandinu og í morgun komu jákvæðar fréttir en maðurinn samþykkti að koma niður.

Segir Renkel að Suarez hafi sýnt að áhrif fótboltamannsins nái langt út fyrir fótboltavöllinn eins og í þessu tilviki og að hann hafi átt stóran þátt í því að sannfæra manninn um hvað lífið getur verið dýrmætt.


Athugasemdir
banner
banner
banner