Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 13:30
Brynjar Ingi Erluson
Tierney hafnar þremur úrvalsdeildarfélögum - Ætlar aftur heim
Mynd: EPA
Skoski vinstri bakvörðurinn Kieran Tierney er harðákveðinn í því að snúa aftur heim til Celtic frá Arsenal í þessum mánuði en þetta segir Daily Mail.

Tierney, sem er 27 ára gamall, verður samningslaus í sumar og stendur ekki til að framlengja samning hans.

Hann gekk í raðir Arsenal frá Celtic fyrir sex árum en hefur lítið sem ekkert spilað með Lundúnafélaginu síðan 2023.

Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Real Sociedad og þá hefur hann aðeins spilað einn leik í deildabikar á þessu tímabili. Hann var meiddur fyrri hlutann en meira og minna þurft að sætta sig við bekkjarsetu síðan.

Celtic er í viðræðum við Tierney um að fá hann á frjálsri sölu í sumar og segir Mail að hann hafi hafnað Brentford, Leicester og West Ham á síðustu dögum.

Tierney vill snúa aftur heim í uppeldisfélagið og fátt sem kemur í veg fyrir að það verði að veruleika.
Athugasemdir
banner
banner