Brasilíska félagið Santos hefur lagt fram tilboð í Josh Windass, leikmann enska B-deildarfélagsins Sheffield Wednesday. Fréttastofa Sky Sports greinir frá.
Windass er þrítugur framherji sem hefur skorað tíu mörk með Wednesday á þessari leiktíð.
Félög í Suður-Ameríku hafa horft til hans síðustu vikur og hefur áður verið greint frá áhuga frá Argentínu en nú er brasilíska stórveldið Santos komið inn í myndina.
Sky segir að félagið hafi lagt fram formlegt tilboð um að kaupa Windass.
Það í sjálfu sér er ekki svo óvænt þar sem Pedro Caixinha, fyrrum stjóri Rangers, er þjálfari Santos í dag. Caixinha þjálfaði Windass hjá Rangers frá 2016 til 2018.
Josh er sonur Dean Windass, sem spilaði með Bradford, Hull og Middlesbrough í ensku úrvalsdeildina ásamt því að hafa gert það gott í neðri deildunum á Englandi.
Athugasemdir