Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 14:30
Brynjar Ingi Erluson
Godfrey í stúkunni á Craven Cottage
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Ben Godfrey er á leið til Ipswich Town frá Atalanta en hann verður væntanlega kynntur sem nýr leikmaður félagsins á morgun.

Godfrey er 26 ára gamall miðvörður sem kom til Atalanta frá Everton fyrir tímabilið.

Englendingurinn hefur átt í erfiðleikum með að brjóta sér leið inn í lið Atalanta og aðeins spilað um 93 mínútur í öllum keppnum.

Samkvæmt Sky er hann að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina, en hann mun á næsta sólarhringnum ganga í raðir Ipswich á láni út tímabilið.

Godfrey er mættur á Craven Cottage að fylgjast með Ipswich spila gegn Fulham og því stutt í að nýliðarnir tilkynni komu hans á samfélagsmiðlum.

Varnarmaðurinn spilaði 2 A-landsleiki fyrir England gegn Austurríki og Rúmeníu árið 2021 en ekki verið í myndinni síðustu ár.
Athugasemdir
banner