Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 15:23
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarlið Liverpool og Man Utd: Konate snýr aftur úr meiðslum - Þrjár breytingar hjá gestunum
Ibrahima Konate er mættur aftur í vörn Liverpool
Ibrahima Konate er mættur aftur í vörn Liverpool
Mynd: EPA
Kobbie Mainoo byrjar á miðsvæðinu
Kobbie Mainoo byrjar á miðsvæðinu
Mynd: EPA
Liverpool og Manchester United mætast í erkifjendaslag í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Anfield í dag en leikurinn verður flautaður á klukkan 16:30.

Í morgun var óttast að leikurinn færi ekki fram vegna mikillar snjókomu í nótt.

Völlurinn var í toppstandi en helsta áhyggjuefnið var öruggt aðgengi fyrir stuðningsmenn að leikvanginum. Eftir sérstakan fund öryggisnefndar var ákveðið að leikurinn yrði spilaður í dag og hafa báðir stjórar nú tilkynnt byrjunarliðin.

Það er mikið fagnaðarefni fyrir Liverpool í dag en franski miðvörðurinn Ibrahima Konate er kominn til baka úr meiðslum og kemur beint í varnarlínuna. Curtis Jones fær þá kallið á miðjunni en Dominik Szoboszlai er ekki með vegna veikinda.

Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Konate, Van Dijk, Robertson, Gravenberch, Mac Allister, Jones, Salah, Díaz, Gakpo.

Ruben Amorim gerir þrjár breytingar á liði Man Utd. Kobbie Mainoo, Manuel Ugarte og Bruno Fernandes koma allir inn á miðsvæðið í stað Casemiro, Christian Eriksen og þá dettur Joshua Zirkzee einnig úr liðinu.

Marcus Rashford er ekki í hópnum hjá United í dag en hann hefur verið að glíma við veikindi.

Man Utd: Onana, Mazraoui, De Ligt, Maguire, Martínez, Dalot, Mainoo, Ugarte, Fernandes, Diallo, Höjlund.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner