Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 17:02
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Isidor hetja Sunderland annan leikinn í röð
Wilson Isidor skoraði sigurmark Sunderland
Wilson Isidor skoraði sigurmark Sunderland
Mynd: Getty Images
Sunderland 1 - 0 Portsmouth
1-0 Wilson Isidor ('7 )
Rautt spjald: Marlon Pack, Portsmouth ('67)

Franski sóknarmaðurinn Wilson Isidor tryggði Sunderland 1-0 sigur á Portsmouth með áttunda marki sínu í ensku B-deildinni á leikvangi ljóssins í dag.

Isidor var einnig hetja Sunderland í síðustu umferð er liðið vann toppslag gegn Sheffield United og var uppskriftin nánast sú sama í dag.

Spænski leikmaðurinn Eliezer Mayenda stakk boltanum inn fyrir á Isidor sem lagði boltann vinstra megin við markvörð Portsmouth og í netið.

Enski miðjumaðurinn Marlon Pack var rekinn af velli í liði Portsmouth þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka fyrir klaufalegt bort á Isidor. Pack fékk boltann við miðsvæðið og ætla að leyfa sendingu til baka að fara í gegnum sig en áttaði sig ekki á því að Isidor var fyrir aftan hann. Isidor stal boltanum en Pack ákvað að rífa hann niður í stað þess að hleypa honum í gegn.

Sunderland fékk urmul af færum til að bæta við mörkum. Portsmouth hreinsaði á línu og Isidor klikkaði á góðu færi til að gera annað mark sitt.

Lokatölur í dag, 1-0, Sunderland í vil sem er í 4. sæti með 50 stig, þremur stigum frá toppnum en Portsmouth í 21. sæti með 23 stig, aðeins einu fyrir ofan fallsæti.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 26 15 8 3 48 19 +29 53
2 Burnley 26 14 10 2 31 9 +22 52
3 Sheffield Utd 26 16 6 4 36 17 +19 52
4 Sunderland 26 14 8 4 39 22 +17 50
5 Middlesbrough 26 11 8 7 43 32 +11 41
6 West Brom 26 9 13 4 32 21 +11 40
7 Blackburn 25 11 6 8 28 23 +5 39
8 Bristol City 26 9 10 7 33 30 +3 37
9 Watford 25 11 4 10 35 36 -1 37
10 Sheff Wed 26 10 7 9 38 40 -2 37
11 Norwich 26 9 9 8 43 37 +6 36
12 Swansea 26 9 7 10 30 30 0 34
13 QPR 26 7 11 8 29 34 -5 32
14 Millwall 25 7 9 9 24 23 +1 30
15 Preston NE 26 6 12 8 28 34 -6 30
16 Coventry 26 7 8 11 34 37 -3 29
17 Oxford United 25 7 7 11 28 40 -12 28
18 Derby County 26 7 6 13 31 35 -4 27
19 Stoke City 26 6 9 11 24 32 -8 27
20 Luton 26 7 4 15 27 44 -17 25
21 Portsmouth 24 5 8 11 30 41 -11 23
22 Hull City 26 5 8 13 25 36 -11 23
23 Cardiff City 25 5 8 12 25 40 -15 23
24 Plymouth 25 4 8 13 24 53 -29 20
Athugasemdir
banner
banner
banner