Orri Steinn Óskarsson og félagar hans í spænska liðinu Real Sociedad eru komnir áfram í 16-liða úrslit spænska konungsbikarsins.
Landsliðsmaðurinn var í byrjunarliði Sociedad sem mætti C-deildarliði Ponferradina.
Orri Steinn spilaði fyrri hálfleikinn í stál í stál leik gegn sterkum heimamönnum í Ponferradina en japanski leikmaðurinn Takefusa Kubo kom inn fyrir Orra í hálfleik.
Mikel Oyarzabal og Brais Mendez skoruðu fyrir Sociedad í síðari hálfleik í 2-0 sigri og er Sociedad komið áfram í 16-liða úrslit.
La Liga-liðin Las Palmas og Real Valladolid eru óvænt úr leik í bikarnum. B-deildarlið Elche vann sannfærandi 4-0 sigur á Las Palmas á meðan C-deildarlið Ourense vann 3-2 baráttusigur á Valladolid.
Celta Vigo þurfti að hafa fyrir hlutunum í 3-2 sigri liðsins Racing Santander.
Santander, sem lék á heimavelli, var 2-1 yfir þegar lítið var eftir af leiknum en Vigo-menn skoruðu tvö á lokakaflanum og komu sér áfram í 16-liða úrslit.
Elche 4 - 0 Las Palmas
1-0 Rodrigo Mendoza Martinez Moya ('44 )
2-0 David Affengruber ('56 )
3-0 Jose Salinas ('61 )
4-0 Nicolas Ezequiel Fernandez Mercau ('71 )
Ourense CF 3 - 2 Valladolid
0-1 Raul Moro ('15 )
1-1 Jairo Noriega ('17 )
1-2 Selim Amallah ('24 )
2-2 Jerin Ramos ('32 )
3-2 Angel Sanchez ('53 )
FC Cartagena 1 - 2 Leganes
1-0 Luis Munoz ('17 )
1-1 Munir El Haddadi ('28 )
1-2 Daniel Raba ('51 )
Ponferradina 0 - 2 Real Sociedad
0-1 Mikel Oyarzabal ('55 )
0-2 Brais Mendez ('69 )
Racing Santander 2 - 3 Celta
1-0 Andres Martin ('8 )
1-1 Alfon Gonzalez ('20 )
2-1 Javi Rodriguez ('70 , sjálfsmark)
2-2 Javi Castro ('86 , sjálfsmark)
2-3 Alfon Gonzalez ('90 )
Rautt spjald: Alvaro Mantilla Perez, Racing Santander ('35)
Athugasemdir