Fulham 2 - 2 Ipswich Town
0-1 Sammie Szmodics ('38 )
1-1 Raul Jimenez ('69 , víti)
1-2 Liam Delap ('71 , víti)
2-2 Raul Jimenez ('90 , víti)
0-1 Sammie Szmodics ('38 )
1-1 Raul Jimenez ('69 , víti)
1-2 Liam Delap ('71 , víti)
2-2 Raul Jimenez ('90 , víti)
Fulham og Ipswich Town gerðu 2-2 jafntefli í fjörugum leik í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Craven Cottage í dag.
Markverðirnir höfðu ekki mikið að gera fyrst um sinn og var það ekki fyrr en eftir rúmar tuttugu mínútur sem Christian Walton, markvörður Ipswich, varði frá Raul Jimenez.
Stuttu síðar kom upp umdeilt atvik er Harry Wilson var að sleppa í gegn. Leif Davis reif niður Wilson en fékk aðeins gula spjaldið fyrir á meðan Fulham vildi fá beint rautt.
Enska úrvalsdeildin skrifaði á X að Davis hafi ekki rænt Wilson upplögðu marktækifæri. Marco Silva og lærisveinar hans voru ekki alveg sammála þeirri útskýringu en þurftu samt sem áður að sætta sig við ákvörðun VAR.
Áfram hélt leikurinn og ellefu mínútum síðar skoraði Sammie Szmodics fyrir Ipswich. Nathan Broadhead kom með fyrirgjöfina á fjær á Antonee Robinson sem skallaði boltann í þverslá og út á Sammie Szmodics sem hamraðii boltanum í netið.
Calvin Bassey, varnarmaður Fulham, leit ekkert sérstaklega vel út í markinu. Hann átti möguleika á að hreinsa frá en hitti ekki boltann áður en Szmodics skoraði.
Síðari hálfleikurinn fór nokkuð rólega af stað en þegar um tuttugu mínútur voru liðnar hófst fjörið. Emile Smith Rowe skallaði framhjá úr dauðafæri áður en Szmodics gat tvöfaldað forystuna fyrir Ipswich mínútu síðar en Bernd Leno sá við honum.
Heimamenn í Fulham fengu vítaspyrnu á 67. mínútu er Sam Morsy, fyrirliði Ipswich, braut á Wilson í teignum. Raul JImenez skoraði úr vítinu, en aðeins mínútu síðar var dæmd vítaspyrna hinum megin á vellinum.
Timothy Castagne keyrði Liam Delap niður sem fór sjálfur á punktinn og skoraði áttunda deildarmark sitt.
Sjö mínútum var bætt við venjulegan leiktíma en Fulham þurfti ekki allar þær mínútur til að jafna. Davis, sem hefði getað fokið af velli í fyrri hálfleik, braut á Jimenez í teignum og skoraði sá mexíkóski annað vítaspyrnumark sitt í dag.
Svekkjandi fyrir nýliða Ipswich sem náðu ekki að koma sér upp úr fallsæti. Liðið er áfram í 18. sæti með 16 stig en Fulham, sem er nú taplaust í átta leikjum, er í 9. sæti með 30 stig.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 19 | 14 | 4 | 1 | 47 | 19 | +28 | 46 |
2 | Arsenal | 20 | 11 | 7 | 2 | 39 | 18 | +21 | 40 |
3 | Nott. Forest | 20 | 12 | 4 | 4 | 29 | 19 | +10 | 40 |
4 | Chelsea | 20 | 10 | 6 | 4 | 39 | 24 | +15 | 36 |
5 | Newcastle | 20 | 10 | 5 | 5 | 34 | 22 | +12 | 35 |
6 | Man City | 20 | 10 | 4 | 6 | 36 | 27 | +9 | 34 |
7 | Bournemouth | 20 | 9 | 6 | 5 | 30 | 23 | +7 | 33 |
8 | Aston Villa | 20 | 9 | 5 | 6 | 30 | 32 | -2 | 32 |
9 | Fulham | 20 | 7 | 9 | 4 | 30 | 27 | +3 | 30 |
10 | Brighton | 20 | 6 | 10 | 4 | 30 | 29 | +1 | 28 |
11 | Brentford | 20 | 8 | 3 | 9 | 38 | 35 | +3 | 27 |
12 | Tottenham | 20 | 7 | 3 | 10 | 42 | 30 | +12 | 24 |
13 | Man Utd | 20 | 6 | 5 | 9 | 23 | 28 | -5 | 23 |
14 | West Ham | 20 | 6 | 5 | 9 | 24 | 39 | -15 | 23 |
15 | Crystal Palace | 20 | 4 | 9 | 7 | 21 | 28 | -7 | 21 |
16 | Everton | 19 | 3 | 8 | 8 | 15 | 25 | -10 | 17 |
17 | Wolves | 20 | 4 | 4 | 12 | 31 | 45 | -14 | 16 |
18 | Ipswich Town | 20 | 3 | 7 | 10 | 20 | 35 | -15 | 16 |
19 | Leicester | 20 | 3 | 5 | 12 | 23 | 44 | -21 | 14 |
20 | Southampton | 20 | 1 | 3 | 16 | 12 | 44 | -32 | 6 |
Athugasemdir