PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   sun 05. janúar 2025 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Godfrey til Ipswich á láni (Staðfest)
Mynd: Ipswich
Ipswich hefur staðfest komu Ben Godfrey til liðsins en hann er á láni frá Atalanta út tímabilið.

Godfrey fékk ekki mörg tækifæri hjá Atalanta og ákvað því að færa sig um set. Hann spilaði aðeins tæpar 100 mínútur fyrir ítalska liðið eftir komu sína á frjálsri sölu síðasta sumar. Hann lék þar á undan með Everton.

„Síðustu dagara hafa verið mjög spennandi og ég er í skýjunum að hafa skrifað undir og get ekki beðið eftir því að hitta strákana. Ég hef notið þess að spjalla við stjórann og fá tækifæri til að spila undir hans stjórn er mjög spennandi," sagði Godfrey.

Godfrey var mættur í stúkuna í dag en Ipswich staðfesti félagaskiptin eftir 2-2 jafntefli liðsins gegn Fulham í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner