Liverpool opið fyrir tilboðum í Nunez - AC Milan vill fá Rashford - Ferguson á blaði hjá West Ham
   sun 05. janúar 2025 16:47
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þórir Jóhann kom við sögu í markalausu jafntefli
Þórir Jóhann í leik með Lecce
Þórir Jóhann í leik með Lecce
Mynd: Getty Images
Þórir Jóhann Helgason og hans menn í ítalska liðinu Lecce gerðu markalaust jafntefli við Genoa í Seríu A í dag.

Miðjumaðurinn, sem var að spila sinn þriðja leik á tímabilinu, kom inn af bekknum þegar tæpar tuttugu mínútur voru til leiksloka.

Jafntefli var ekki nóg til að Lecce kæmist úr fallsæti en liðið er með 17 stig í 18. sæti, eins og Cagliari, sem er í sætinu fyrir ofan eftir að hafa unnið Monza, 2-1, á útivelli.

Monza tók forystuna með marki Gianluca Caprari snemma leiks en Nadir Zortea jafnaði fimmtán mínútum síðar.

Roberto Piccoli skoraði annað mark Cagliari snemma í síðari hálfleik og aðeins nokkrum mínútum síðar sá Danilo D'Ambrosio rauða spjaldið fyrir að stíga viljandi á andstæðinginn.

Það hjálpaði Cagliari að landa sigrinum sem var sá fyrsti síðan í lok nóvember. Monza er á botninum með 10 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.

Lecce 0 - 0 Genoa

Monza 1 - 2 Cagliari
1-0 Gianluca Caprari ('6 , víti)
1-1 Nadir Zortea ('22 )
1-2 Roberto Piccoli ('56 )
Rautt spjald: Danilo DAmbrosio, Monza ('63)
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 19 14 2 3 30 12 +18 44
2 Atalanta 18 13 2 3 43 20 +23 41
3 Inter 17 12 4 1 45 15 +30 40
4 Lazio 19 11 2 6 33 27 +6 35
5 Juventus 18 7 11 0 30 15 +15 32
6 Fiorentina 18 9 5 4 31 18 +13 32
7 Bologna 17 7 7 3 25 21 +4 28
8 Milan 17 7 6 4 26 17 +9 27
9 Udinese 19 7 4 8 23 28 -5 25
10 Roma 19 6 5 8 26 24 +2 23
11 Torino 19 5 6 8 19 24 -5 21
12 Empoli 19 4 8 7 18 22 -4 20
13 Genoa 19 4 8 7 16 27 -11 20
14 Parma 19 4 7 8 25 34 -9 19
15 Verona 19 6 1 12 24 42 -18 19
16 Como 18 4 6 8 20 30 -10 18
17 Cagliari 19 4 5 10 18 32 -14 17
18 Lecce 19 4 5 10 11 31 -20 17
19 Venezia 19 3 5 11 18 32 -14 14
20 Monza 19 1 7 11 17 27 -10 10
Athugasemdir
banner
banner
banner